Feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson tengjast að minnsta kosti um 50 aflandsfélögum í skattaskjólum sem stofnuð voru í gegnum panamaísku lögmannsstofuna Mossack Fonseca. Þeir eru lang umsvifamestir allra íslenskra fjárfesta sem koma fyrir í Panamaskjölunum.

Gögnin um Björgólfsfeðga í Panamaskjölunum ná aftur til ársins 2001 en á þeim tíma voru þeir eigendur bruggverksmiðjunnar Bravo í St. Pétursborg í Rússlandi ásamt Magnúsi Þorsteinssyni. Árið 2002 seldu þeir bruggverksmiðjuna til drykkjarvöruframleiðandans Heineken og í kjölfarið keyptu þeir ráðandi hlut í Landsbanka Íslands og áttu bankann fram að hruni.

Björgólfsfeðgar voru því byrjaðir að notast við félög sem stofnuð voru í gegnum Mossack Fonseca áður en þeir keyptu Landsbanka Íslands.

Umfjöllun Reykjavik Media og Stundarinnar má sjá í heild sinni hér.