Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokks, mun taka við af Sigmundi DAvíð Gunnlaugssyni sem forsætisráðherra. Þetta er niðurstaða þingflokks Framsóknar sem fundaði um málið í dag. Tilkynnt var um niðurstöðuna í beinni útsendingu á RÚV.

Þessi tilhögun hefur ekki verið samþykkt af Sjálfstæðisflokknum.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, er staddur á Bessastöðum þar sem hann fundar með forsetanum um stöðuna. Hann hefur ekki gefið fjölmiðlum kost á viðtali en sagði að hann myndi ræða við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forsetanum.