Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, vill reyna á áframhaldandi samstarf við Framsóknarflokkinn. Hann og Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokks, munu eiga viðræður um framhaldið næstu daga. Þetta sagði hann að loknum fundi með forseta Íslands.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson virðist því horfinn á braut.

Bjarni sagði að það tæki líklega einhverja daga að komast að niðurstöðu í viðræðum við Sigurð Inga. Hann sagðist ekki gera kröfu um að hann yrði forsætisráðherra. Framsóknarflokkurinn gerir það hins vegar að sinni tillögu að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra.

Stjórnarandstaðan hefur þegar gefið út að hún muni standa við vantrauststillögu sína í þinginu.