Gagnapakki Paradísarskjalanna er 1,4 terabæt að stærð með 13,4 milljónum skjala. Gögnin ná aftur til ársins 1950 fram til ársins 2016 og þar er að finna upplýsingar um 25 þúsund fyrirtæki og sjóði sem ná til 180 landa. Þau koma úr lögfræðistofunni Appleby á Bermúda og Asiaciti sjóðnum í Singapúr, auk 19 fyrirtækjaskráa frá þekktum lágskattasvæðum.
Paradísarskjölin er stærsti gagnaleki síðan Panamaskjölin voru birt snemma á síðasta ári. Gögnin bárust þýska dagblaðinu Suddeutsche Zeitung og deildi þeim með alþjóðasamtökum rannsóknarblaðamanna, ICIJ, sem skipulagði úrvinnslu gagnanna með rúmlega 380 blaðamönnum í 67 löndum. Allar fréttir úr skjölunum eru merktar með myllumerkinu #ParadisePapers.