Á lista yfir viðskiptavini Mossack Fonseca eru nöfn 11 fyrrverandi eða núverandi þjóðarleiðtoga, auk íslenska forsætisráðherrans. Þar má finna kunnuglegt ættarnafn úr uppgjöri eftirhrunsáranna; emírinn Sjeik Al Thani, og Hamad Al Thani, fyrrum forsætisráðherra Katars. Nágranni þeirra Prince Salman, konungur Sádi-Arabíu er þar líka sem og sjeik Kalífa bin Sajed, forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna. En einnig Ali Abu-Ragheb...